Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 41 Menning Leikhús Listin að ganga Hamish Fulton á Annarri hæö Samneyti við ósnortna náttúru hefur í seinni -tíð öðlast hápólitíska og afgerandi merkingu. Umhverfisverndarsjónarmið eru orðin snar þáttur í myndlistinni sem oft ber keim af heimildavinnu í ætt við þá sem landkönnuðir fyrri tíma iðkuðu. Verk listamanna á horð við Richard Long og Roni Horn hafa fært okkur heim sanninn um að ísland getur verið mikil uppspretta fyrir list er byggist á slíkum sjónar- miðum. Hér hefur hið ósnortna í náttúrunni eitt og sér fyrst og fremst þýðingu sem baksvið til að draga fram hið sérstæða er verkin fjalla um hverju sinni; samanber grjótvörður Longs og myndir Horns af réttum og laugum. Nú hef- ur skoski listamaðurinn Hamish Fulton bæst í hóp þeirra erlendu listamanna sem vinna með íslenska náttúru á landkönnunarforsendum. Fulton hefur nýlega opnað sýningu á Annarri hæð að Laugavegi 37 og þar er m.a. að finna efni frá gönguferð hans á Mýrdalssandi nýverið. A WALK TO THE SUMMIT OF DRANGAJÖKULL AT THE TIME OF THE FULL MOON HÓLMAVÍK TO HÓLMAVÍK NORTH WEST ICELAND THE FIRST SEVEN DAYS OF JUNE 1985 SEVEN PACES AT MIDNIGHT JUNE 21 NORTHERN ICELAND 1987 A TWELVE AND A HALF DAY WANDERING WALK /\/\/\/ Engu breytt í náttúrunni Fulton lítur á göngirferðir sínar sem forsendu list- sköpunar sinnar: „Ef ég ekki geng, get ég ekki gert myndverk". Allt frá árinu 1969 hefur hann einsett sér að skapa myndlist byggða á reynslunni af því að ganga í landslagi. Hann lítur ekki á það sem nauðsyn að lands- lagið sé ósnortið heldur miklu fremur að hann sé einn og geti einbeitt sér að því sem hann upplifir á göngunni. Ólíkt mörgum öðrum listamönnum sem kanna náttúr- una tekur Fulton hvorki neitt frá henni né umbreytir neinu, andstætt t.d. innpökkunarverkum Christo-hjón- anna og grjótröðun Longs. Fulton tekur ýmist ljósmynd- ir eða gerir texta og það væri helst að hægt væri að líta á langsóttan efniviðinn í þær afurðir og mengunina af ljósmyndaframköllunmni sem íhlutun í náttúruna. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Fjölbreytileg úrvinnsla Á áttunda áratugnum einbeitti Hamish Fulton sér að ljósmyndun og gaf út nokkrar möppur með sáldþrykkt- um ljósmyndum sem hlutu góðar undirtektir. Fulton er hins vegar ekki maður auðveldra lausna og fjöldafram- leiðslu og frá og með upphafi níunda áratugarins hefur hann gert sérkennUeg textaverk ásamt ýmiss konar grafískri útfærslu göngureynslunnar. Á Annarri hæð er t.d. endaveggurinn undirlagður textaverki er skýrir frá reynslunni af gönguferð fyrir u.þ.b. sex árum og minn- ir óneitanlega á bautastein með grámáluðum grunni. Annars staðar hefur Fulton teiknað útlínur steinvölu á Mýrdalssandi og gert textaverk er skýrir frá gönguferð að Drangajökli frá og tU Hólmavíkur í júní 1985. Loks vekur athygli í salnum verk er samanstendur af nokkrum línum sem tákna hreyfingu listamannsins á meðan hann gengur með svarta olíukrít. Hér er því um fjölbreytUega úrvinnslu gönguferða að ræða sem þó er ekki aðgengUeg nema með nokkurri könnun gagna sem liggja frammi á sýningunni. Ljósmyndaverk listamanns- ins eru tU muna aðgengilegri sem vonlegt er en vísast er hann ekki að falast eftir því að vera aUra. Sýningin stendur út maí. Bridge Úrslit Landsbankamótsins í bridge: Samvinnuferðir sigruðu Sveit Samvinnuferða- Landsýnar, nýkrýndir Islandsmeistarar í bridge. Frá vinstri eru Björn Eysteinsson, Einar Jóns- son, Ragnar Hermannsson, Karl Sigurhjartarson, forseti Bridgesambandsins Kristján Kristjánsson, Helgi Jóhanns- son og Guðmundur Sveinn Hermannsson. DV-mynd ísak Sveit Samvinnuferða/Landsýnar náði að tryggja sér íslandsmeistara- titilinn á Landsbankamótinu í bridge með góðum endaspretti en baráttan um titUinn stóð lengst af á miUi þeirra og sveitar Antons Har- aldssonar. Fyrir fram var búist við að sveitir Landsbréfa og Verðbréfa- Leiðrétting í DV 1. aprU á bls. 18 er sagt frá viðurkenningarskjölum sem nokkr- ir eftirlitsskyldir aðUar á Suður- landi fengu í síðasta mánuði. Fyrir mistök var sagt að Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga hefðu veitt viðurkenningarnar. Hið rétta er að það var Heilbrigðiseftirlit Suður- lands sem það gerði. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. -ÞK markaðar íslandsbanka ættu einna mesta möguleika á sigri en ekki voru búnar margar umferðir þegar Ijóst varð hvert stefndi. Sveit VÍB átti reyndar möguleika á titlinum fyrir síðustu umferð, ef S/L og Ant- on hefðu tapað sínum leikjum, en báðar unnu þær leiki sína og tryggðu sér 2 efstu sætin. Nýkrýndir íslandsmeistarar eru Helgi Jóhannsson, Guðmundur Her- mannsson, Björn Eysteinsson, Karl Sigurhjartarson, Einar Jónsson og Ragnar Hermannsson. Sveit Ant- ons, sem kom mjög á óvart með góðri frammistöðu sinni, er auk Antons skipuð, Pétri Guðjónssyni, Magnúsi Magnússyni, Sigurði Vil- hjálmssyni, Sigurbimi Haraldssyni og Stefáni Ragnarssyni. Jón Baldursson og Sævar Þor- bjömsson úr sveit Landsbréfa fengu sérstök verðlaun fyrir bestan árang- ur í Butler-útreikningi para. Mótið fór fram dagana 3.-6. apríl í húsa- kynnum Bridgesambandsins að Þönglabakka 1 og var röggsamlega stjórnað af keppnisstjóranum Sveini R. Eiríkssyni og töflumeist- aranum Jakobi Kristinssyni. Lokastaða efstu sveita varð þannig; 1. Samvinnuferðir-Landsýn 173.5 2. Anton Haraldsson 164 3. Verðbréfam. íslandsbanka 159.5 4. Landsbréf 146 5. BangSímon 131,5 6. Ólafur Lárusson 131 7. Búlki hf. 122 8. Lyfjaverslun Islands 115 9. Þormóður rammi 107,5 10. Aðalsteinn Jónsson 82 -ÍS LEIKFELAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STORA SVIö KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason Frumsýn. föd. 12/4, fáein sæti laus. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur 8. sýn. laud. 20/4, brún kort gilda, 9. sýn. föd. 26/4, bleik kort gilda. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Fös. 19/4, ld. 27/4, Sýningum fer fækkandi. Stóra sviðið kl. 14.00 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sud.14/4, sud. 21/4, Einungis 4 sýn. eftir. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Laud. 13/4, fid. 18/4. Pú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúslð sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Fid. 11/4, fös. 12/4, kl. 20.30 uppselt, Id. 13/4, örfá sæti laus, mid. 17/4, fid. 18/4. Barfiugurnar sýna á Leynibarnum. BAR PAR eftir Jim Cartwright Fös. 12/4, uppselt, Id. 13/4, fáein sæti laus, fid. 18/4, föd. 19/4, kl. 23.00. Fyrir börnin: Línu-bolir og Línupúsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Sýningar Brúðusýning í Ráðhúsinu Camilla ehf. mun halda sýningu á hluta af brúðum sínum I Ráðhú- skaffi, Ráðhúsinu við Tjörnina, dag- ana 2.-14. apríl. Fyrirtækið Camilla ehf. var stofnað í september sl. Eig- endur Camillu ehf. eru Anna Ragna Alexandersdóttir, Sigríður Þorgeirs- dóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Alda Steingrímsdóttir og Bergljót Sigfúsdóttir. Brúðurnar eru um 75 cm á hæð og er hver brúða ákveðin persóna úr íslandssögunni eða úr þekktum skáldsögum. Sýning hrossabúa Næstkomandi miðvikudag verður mikið um að vera í Reiðhöll Gusts í Kópavogi þegar sýnd verða hross frá nokkrum þekktum hrossaþúum í Árnessýslu. Á ferðinni verða gæð- ingar frá Torfastöðum í Biskups- tungum, Bjarnastöðum og Minni- Borg í Grímsnesi og Þúfu í Ölfusi. Auk allra þeirra fræknu gæðinga sem koma frá þessum hrossabúum munu ýmsir aðrir þekktir garpar verða teknir til kostanna. Tapað fundið Læða fannst í Grafarvogi. Hún er svört og brún, grófbröndótt, með hvíta bringu, trýni og loppur. Uppl. í sima 567-7442. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ STORA SVIðlð KL. 20.00: TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. 9. sýn. föd. 12/4,10. sýn. sud. 14/4, Id. 20/4. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fid. 11/4, Id. 13/4, uppselt, fid. 18/4, föd. 19/4, uppselt, fid. 25/4, Id. 27/4. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 13/4 kl. 14.00, örfá sæti laus, sud. 14/4 kl. 14.00., örfá sæti laus, Id. 20/4, kl. 14.00, örfá sætl laus, sud. 21/4, kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 21/4, kl. 17.00, nokkur sæti laus. LITLA SVIÐIO KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Föd. 12/4, uppselt, sud. 14/4, Id. 20/4, sud. 21/4, mvd. 24/4, föd. 26/4, sud. 28/4. Cjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MlðASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! sýnir í Tjarnarbíói , sakamálaleikinn PÁSKAHRET eftir Árna Hjartarson, leikstjóri Hávar Sigurjónsson. 4. sýn. föd. 12. apríl, 5. sýn. fid. 18. apríl. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðasala opnuð kl. 19.00 sýnlngardaga. Miðasölusími 5512525, símsvari allan sólarhringinn. Tónleikar í minningu Jonna í Hamborg og fyrstu islensku djasstónleikanna verða haldnir í íslensku óperunni - Gamla bíói - fimmtudaginn 11. apríl kl. 21.00 og á Hótel KEA föstudaginn 12. apríl. Miðasala í íslensku óperunni frá kl. 15 til 19. Brúðkaup Höfum sali fyrri minni og stærri brúðkaup Látíð okkur sjá um brúðkaupsveisluna. HÓTEL tgTM3 5687111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.